Athugasemd vegna frétta af fangaflugi Kristrún Heimisdóttir skrifar 7. desember 2010 11:32 Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein WikiLeaks Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Aðgerðir utanríkisráðuneytisins gegn fangaflugi hófust í júní 2007, strax eftir komu nýs ráðherra en formaður VG lagði fyrirspurn um fangaflugið fram á Alþingi fimm mánuðum síðar eða í nóvember 2007. Aðgerðir ráðuneytisins höfðu þannig ekkert með málflutning VG að gera eins og sést vel á samtímaheimildum um þingumræður. Tilefni aðgerðanna var fylgiskjal 3 með nýrri skýrslu um leynilega frelsissviptingu og ólögmæta flutninga fanga sem kom út 8. júní á vettvangi Evrópuráðsins og kennd var við svissneska þingmanninn Dick Marty. Hvorki þingmenn né fjölmiðlar hér á landi veittu fylgiskjalinu athygli. Utanríkisráðherra setti starfshóp ráðuneytisins til verka við að skoða hvort loftför sem sönnunargagnasafn Evrópuráðsins tók til hefðu komið við hér á landi og í framhaldinu var skipaður samráðshópur utanríkis-, dómsmála- og samgönguráðueytis sem með hliðsjón m.a. af tilmælum Evrópuráðsins og Amnesty International lagði línur um leit í öllum flugvélum sem kæmu hingað til lands framvegis. Var samstarfið við flugmálstjórnir,flugstoðir, tollstjóraembætti, lögregluna og önnur stjórnvöld mjög gott og allir samtaka um aðgerðir. Þannig yrðu lendingar fangaflugvéla hér á landi fyrirbyggðar til framtíðar. Skýrsla um meint fangaflug var gerð opinber í nóvember 2007 og fjallaði Kastljós t.d. ítarlega um hana. Í nóvember 2008 reyndi skyndilega á leitina í flugvélum þegar Sjónvarpið flutti fyrstu frétt af fangaflugvél á Reykjavíkurflugvelli. Í ljós kom að leitað hafði verið í vélinni eins og ráð var fyrir gert og staðfest að ekki var um fangaflug að ræða. Síðar sama vetur gerði danska sjónvarpið sér sérstaka ferð hingað til lands til að gera frétt um aðgerðir íslenskra stjórnvalda. Í fréttaþættinum 21 Söndag voru þær teknar sem fordæmi fyrir dönsku ríkisstjórnina sem þá lá undir ámæli. Við munum sennilega ekki vita með óyggjandi hætti hvort ólögmætt fangaflug fór um Ísland á tímabilinu fyrr en Bandaríkjastjórn og leyniþjónusta hennar kjósa að láta það uppi eða einhver ákveður að leka óyggjandi heimildum þar um - og tekst það. Aðgerðir Íslands gerðu það hins vegar miklum mun ólíklegra að Bandaríkjamenn reyndu að nota íslenska flugvelli í þessum tilgangi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar