TR krefur erfingjana um ofgreiddan lífeyri 30. september 2010 06:00 Guðrún Lilja Benjamínsdóttir Móðir Guðrúnar Lilju lést 75 ára gömul eftir veikindi fyrir tæpum tveimur árum og hvílir nú við hlið eiginmanns síns í Fossvogskirkjugarði. Tryggingastofnun segir móðurina hafa fengið of háar greiðslur og vill að erfingjarnir endurgreiði þær. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira