Gætu opnað kaffi-hús fyrir ferðamenn 23. mars 2010 04:15 Með BBC á línunniþ Þau Anna og Þorkell óttast ekki gosið í Eyjafjallajökli, en líklega renna á þau tvær grímur ef Katla gýs einnig. Börn þeirra, Þorgerður og Runólfur, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu heldur. Fréttablaðið/vilhelm Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mikill straumur ferðamanna hefur verið inn Fljótshlíðina eftir að fréttir bárust af gosinu. Svo mikill að heimilisfólki á bæjunum er hætt að standa á sama. Malarvegurinn er ekki sem bestur og Þorkell Eiríksson bóndi spyr sig hvernig ævintýramennirnir, sem aka jafnvel á smábílum inn á svæðið, ætli að forða sér í hugsanlegu flóði. Kona hans, Anna Runólfsdóttir, viðurkennir að hún sé orðin ansi lúin af gestaganginum síðustu daga en ekki síður af því umstangi sem fylgir því að flytja börnin fram og til baka frá heimilinu í öryggisskyni. Þeim var ekki skemmt að fregna að á meðan þau sváfu á Hvolsvelli hefðu ferðamenn með vasaljós guðað á glugga í Fljótsdalnum. Einhver braut svo upp glugga til að gista í gamla bænum, sem er farfuglaheimili á sumrin. „Ég er ekki hrædd við gosið, en hef áhyggjur af því að þetta dragist á langinn með öskufalli og tilheyrandi fyrir kindurnar,“ segir Anna. Síminn hringir og BBC vill tala við húsfreyju sem snöggvast. Að símtalinu loknu banka jarðfræðingar upp á og fá poka með einhverju sem Anna telur að gæti verið öskufall. Svo hringir BBC aftur. Niðri á vegi er fjöldi bíla. Sumir ferðalangarnir sitja bara rólegir í jeppum sínum og vona að létti til svo sjáist í jarðeldinn. „Ef þetta dregst á langinn eins og 1821 væri hægt að gera út á þetta og opna kaffihús,“ segir Þorkell bóndi glettinn í bragði. Húsfreyjan minnir á að hún sé nú lunkin að gera cappuccino: „Við þurfum bara að fá okkur vélina.“ Í gosinu 1821 flæddi vatn langt upp að gamla bænum en Þorkell telur minni hættu á flóði núna. Jökullinn hafi minnkað stöðugt síðustu ár. Fyrir einum tólf árum var miklu meiri ís í fjallinu. Því hafi eldurinn vonandi minna að hella niður hlíðarnar en síðast. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent