Efling umhverfisráðuneytisins Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun