Skapar fordæmi til að sækja núverandi ráðherra til saka 2. október 2010 12:23 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni. Landsdómur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni.
Landsdómur Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira