Ný framboð skapa óvissu 29. maí 2010 08:00 Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira