Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa 28. júní 2010 19:06 Hlaup í Skaftá. Myndin var tekin í dag. Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan. Hlaup í Skaftá Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira