Nútímalegt Alþingi Siv Friðleifsdóttir skrifar 30. júní 2010 06:30 Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttarríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins. Umræðuhefð Alþingis hefur verði hluti af þeirri umfjöllun. Alþingismenn hafa líka margir kallað á nútímalegri vinnubrögð m.a. í ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að skipuleggja vinnu þingsins betur til að freista þess að auka traust almennings til Alþingis og bæta ásýnd þess. Hér á Íslandi er umræðuhefð þingsins fyrir löngu orðin úrelt. Ekki er reynt að áætla hvað hver umræða taki mikinn tíma hverju sinni miðað við eðli mála. Greinarhöfundur hefur því lagt fram frumvarp á Alþingi til að bæta úr. Í frumvarpinu, sem tekur mið af reglum í norska Stórþinginu, er lagt til að áður en umræða hefst um mál á þingi getur forseti gert tillögu um hve umræðan skuli standa lengi. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki mætti þó takmarka umræðu þ. a. hún stæði skemur en 3 klst. alls. Tillögur forseta yrðu bornar umræðulaust undir atkvæði og réði afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta yrði ræðutíma skipt jafnt á milli þingflokka að hluta og að hluta eftir þingmannafjölda þingflokks. Umræða yrði þó ekki takmörkuð þegar fjallað er um frumvörp til fjárlaga og breytingar á stjórnarskrá. Nefndir þingsins hafa getu og burði til að áætlað umræðutíma þannig að hvert mál fái næga og vandaða umfjöllun.Málþóf úreltMálþóf er aldagömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Vinsældir þess eru litlar og tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag. Málþóf þekkist ekki hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Oftast er það stjórnarandstaða hvers tíma sem stundar málþóf. Engir íslensku stjórnmálaflokkanna eru hér undanskildir. Hafa þeir allir stundað málþóf í einhverjum mæli eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu í það sinnið. Rökin fyrir málþófi eru að með því má skapa samningsaðstöðu í lok hverrar þinglotu þ.a. allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig nái einstök mál fram að ganga eða ekki og þegar um slíkt hefur samist leggst málþófið niður. Hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu því þannig neyðist meirihlutinn til að taka tillit til minnihlutans. Slík rök vega ekki mjög þungt. Rök eru fyrir því að málþóf sé lýðræðinu heldur skaðlegra en hitt því það grefur undan trausti á Alþingi almennt. Þingmenn hafa þó fært þau rök fram að málþóf sé ein fárra leiða sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa áhrif á framgang mála á Alþingi, sérlega undir þinglokin. Til að koma til móts við þau sjónarmið og vegna frekar veikrar stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi miðað við stöðu hennar í öðrum norrænum þjóðþingum, er rétt að samhliða þessari breytingu á þingsköpum væri staða stjórnarandstöðunnar styrkt t.d. með því að hluti formanna fastanefnda þingsins kæmi úr hennar röðum, minnihluti þingsins gæti knúið á um að umdeild mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur slík atriði. Ferskir vindarÍ síðustu kosningum árið 2009 varð mesta endurnýjun þingmanna frá upphafi, en þá komu inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í kosningunum 2007 komu 24 nýir þingmenn á þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í sögunni. Alls hafa því 42 þingmenn af 63, eða um 2/3 hlutar þingsins endurnýjast á skömmum tíma. Konur hlutu líka bestu kosningu frá upphafi og eru 43% þingmanna. Þessu fylgja ferskir vindar. Margir hinna nýju þingmanna hafa gert eðlilegar kröfur um bætt vinnubrögð og að gefnar séu vinnuáætlanir sem standist dag frá degi. Þannig geti þingmenn undirbúið ræður sínar á Alþingi og áætlað tíma fyrir önnur verkefni s.s. störfum í kjördæmi, flokksstarfi og samveru með fjölskyldu. Nú er lag að bæta umræðuhefð Alþingis. Áætlum ræðutíma um mál og afnemum málþófið. Styrkjum samhliða stöðu stjórnarandstöðunnar til að skapa breiða sátt um afnám þess. Grípum tækifærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttarríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins. Umræðuhefð Alþingis hefur verði hluti af þeirri umfjöllun. Alþingismenn hafa líka margir kallað á nútímalegri vinnubrögð m.a. í ljósi nýrrar reynslu. Rétt væri að skipuleggja vinnu þingsins betur til að freista þess að auka traust almennings til Alþingis og bæta ásýnd þess. Hér á Íslandi er umræðuhefð þingsins fyrir löngu orðin úrelt. Ekki er reynt að áætla hvað hver umræða taki mikinn tíma hverju sinni miðað við eðli mála. Greinarhöfundur hefur því lagt fram frumvarp á Alþingi til að bæta úr. Í frumvarpinu, sem tekur mið af reglum í norska Stórþinginu, er lagt til að áður en umræða hefst um mál á þingi getur forseti gert tillögu um hve umræðan skuli standa lengi. Við upphaf 2. og 3. umræðu um lagafrumvörp og síðari umræðu um þingsályktunartillögur skal tillaga forseta um hve lengi umræðan má standa taka mið af óskum nefnda um heildartíma umræðu. Ekki mætti þó takmarka umræðu þ. a. hún stæði skemur en 3 klst. alls. Tillögur forseta yrðu bornar umræðulaust undir atkvæði og réði afl atkvæða úrslitum. Í tillögu forseta yrði ræðutíma skipt jafnt á milli þingflokka að hluta og að hluta eftir þingmannafjölda þingflokks. Umræða yrði þó ekki takmörkuð þegar fjallað er um frumvörp til fjárlaga og breytingar á stjórnarskrá. Nefndir þingsins hafa getu og burði til að áætlað umræðutíma þannig að hvert mál fái næga og vandaða umfjöllun.Málþóf úreltMálþóf er aldagömul aðferð til að stöðva mál og á rætur sínar að rekja til Rómaveldis. Vinsældir þess eru litlar og tíðkast það aðeins í örfáum löndum í dag. Málþóf þekkist ekki hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Oftast er það stjórnarandstaða hvers tíma sem stundar málþóf. Engir íslensku stjórnmálaflokkanna eru hér undanskildir. Hafa þeir allir stundað málþóf í einhverjum mæli eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu í það sinnið. Rökin fyrir málþófi eru að með því má skapa samningsaðstöðu í lok hverrar þinglotu þ.a. allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig nái einstök mál fram að ganga eða ekki og þegar um slíkt hefur samist leggst málþófið niður. Hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu því þannig neyðist meirihlutinn til að taka tillit til minnihlutans. Slík rök vega ekki mjög þungt. Rök eru fyrir því að málþóf sé lýðræðinu heldur skaðlegra en hitt því það grefur undan trausti á Alþingi almennt. Þingmenn hafa þó fært þau rök fram að málþóf sé ein fárra leiða sem stjórnarandstaðan hefur til að hafa áhrif á framgang mála á Alþingi, sérlega undir þinglokin. Til að koma til móts við þau sjónarmið og vegna frekar veikrar stöðu stjórnarandstöðu á Alþingi miðað við stöðu hennar í öðrum norrænum þjóðþingum, er rétt að samhliða þessari breytingu á þingsköpum væri staða stjórnarandstöðunnar styrkt t.d. með því að hluti formanna fastanefnda þingsins kæmi úr hennar röðum, minnihluti þingsins gæti knúið á um að umdeild mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og önnur slík atriði. Ferskir vindarÍ síðustu kosningum árið 2009 varð mesta endurnýjun þingmanna frá upphafi, en þá komu inn 27 nýir þingmenn, eða 43%. Í kosningunum 2007 komu 24 nýir þingmenn á þing og hefur því orðið meiri endurnýjun á Alþingi á tveimur árum en nokkru sinni í sögunni. Alls hafa því 42 þingmenn af 63, eða um 2/3 hlutar þingsins endurnýjast á skömmum tíma. Konur hlutu líka bestu kosningu frá upphafi og eru 43% þingmanna. Þessu fylgja ferskir vindar. Margir hinna nýju þingmanna hafa gert eðlilegar kröfur um bætt vinnubrögð og að gefnar séu vinnuáætlanir sem standist dag frá degi. Þannig geti þingmenn undirbúið ræður sínar á Alþingi og áætlað tíma fyrir önnur verkefni s.s. störfum í kjördæmi, flokksstarfi og samveru með fjölskyldu. Nú er lag að bæta umræðuhefð Alþingis. Áætlum ræðutíma um mál og afnemum málþófið. Styrkjum samhliða stöðu stjórnarandstöðunnar til að skapa breiða sátt um afnám þess. Grípum tækifærið.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun