101 Öræfasveit 3. september 2010 06:00 Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjarskiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri fornöld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjónustuaðila á hinu nýja fjarskiptaneti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykilforsenda þess að dreifðari byggðir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveldara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálfsagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingarmöguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekkert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notkun nýtt háhraða ljósleiðaranet. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveitinni náðist eingöngu ein sjónvarpsstöð. Með tilkomu ljósleiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raunar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fallegu sveit milli sanda. Ljósleiðarann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarpsstöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjarskiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri fornöld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjónustuaðila á hinu nýja fjarskiptaneti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykilforsenda þess að dreifðari byggðir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveldara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálfsagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingarmöguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekkert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun