Kynþáttahatur undirrót árásar á heimili 14. september 2010 06:00 Húsbrot Mennirnir sem réðust inn á heimili feðga á laugardag brutu rúðu í útidyrahurð og notuðu svo slökkvitæki sem var á ganginum til að brjóta sér leið inn í íbúð feðganna. Búið var að negla fyrir glugga í húsinu í gær. Fréttablaðið/Valli Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að kynþáttahatur hafi verið undirrót þess að tvívegis var ráðist inn á heimili feðga í Vesturbænum á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mennirnir eru ættaðir frá Kúbu en hafa búið hér á landi í ríflega áratug. Lögreglan handtók á sunnudag tvo menn sem grunaðir eru um að hafa stýrt húsbrotinu. Öðrum mannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hinn maðurinn, karlmaður á fertugsaldri, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu vegna ofbeldismála. Hákon Sigurjónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að krafist hafi verið gæsluvarðhalds yfir manninum vegna rannsóknarhagsmuna. Hinn maðurinn hafi skýrt frá aðkomu sinni að málinu með fullnægjandi hætti svo ekki hafi verið þörf á því að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. Málið má rekja til kynþáttafordóma sem kærasta sautján ára pilts, sem ættaður er frá Kúbu, varð fyrir frá samnemanda í Menntaskólanum í Kópavogi. Pilturinn staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi farið í skólann á fimmtudag ásamt fimm vinum sínum. Hann segir að tilgangurinn hafi verið að ræða við skólastjórann. Aðrir segja að tilgangurinn hafi verið að hitta á nemanda í skólanum sem hafi haft í hótunum við hann í gegnum kærustu hans. Ekki kom til átaka í skólanum en til orðaskipta kom milli sexmenninganna og nemanda í skólanum. Sá mun vera frændi mannsins sem nú situr í varðhaldi. Í kjölfarið fór pilturinn að fá símtöl frá manninum sem nú situr í varðhaldi þar sem honum var hótað. Á laugardag var svo tvívegis ráðist inn á heimili hans og föður hans, sem einnig er ættaður frá Kúbu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telur lögregla að maðurinn sem nú situr í varðhaldi hafi haft sig þar mest í frammi. Lögreglan telur að tilgangur mannanna hafi verið að ógna feðgunum og hræða þá. Mennirnir voru ekki vopnaðir, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir með verkfæri meðferðis. Feðgarnir flúðu land eftir aðfarirnar. Í samtali við morgunútvarp RÚV sagði faðirinn þá hafa fengið lögreglufylgd út á Keflavíkurflugvöll. Hákon segir það á misskilningi byggt. Þeir hafi ekki fengið lögreglufylgd, en lögreglumaður sem átt hafi erindi á Reykjanes hafi fylgt þeim á flugvöllinn. Lögreglan hafi enga aðkomu átt að þeirri ákvörðun feðganna að fara af landi brott. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira