Fangar með torfæruhjól á Kvíabryggju 30. nóvember 2010 06:00 Kvíabryggja Í ljós hefur komið að fangar á Kvíabryggju voru með sjö farartæki af ýmsum toga. Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira