Opinbera rannsókn á endurskoðendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. desember 2010 06:00 Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun