Frambjóðendur tókust á í beinni 28. maí 2010 19:32 Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og núverandi borgarstjóri sagði í þættinum að ljóst væri að gjaldskrár borgarinnar þurfi að taka mið af verðlagshækkunum í framtíðinni. Hún minnti á að gjaldskrár hafi ekkert hækkað síðustu ár og að tekin hafi verið ákvörðun um að hækka ekkert á þessu ári. Hún segist ekki sjá þörf fyrir hækkun á því næsta heldur en óhjákvæmilegt sé að á einhverjum tímapunkti þurfi gjaldskrárnar að taka mið af verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar ræddi um aðgerðaráætlun síns flokks í atvinnumálum sem miðar að því að flýta framkvæmdum, auka viðhaldsframkvæmdir og skapa fjölbreytt störf í borginni fyrir ungt fólk. Sóley Tómasdóttir oddviti VG vill leggja meiri áherslu á að framkvæma hugmyndir starfsfólks borgarinnar. Auk þess ber að leggja aukna áherslu á viðhaldsverkefni og sérstaka gangskör þarf að gera í aðgengismálum fatlaðra. Einar Skúlason, Framsóknarflokki vill leggja áherslu á íbúðalýðræði í borginni, hann vill ekki hækka skatta og fara af fullum krafti í atvinnumálin. Þar minntist hann sérstaklega á ferðaþjónustuna og sagði nauðsynlegt að gera Reykjavík að áfangastað fyrir ferðamenn en ekki stoppustöð þeirra sem séu á leið út á land. Þegar Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins var spurður út í áherslur í atvinnumálum minntist hann á hugmyndir síns flokks um að taka í notkun alþjóðlegt hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Einnig spurði hann hvort ekki væri mest um vert að styðja betur við þau fyrirtæki í borginni sem enn séu í rekstri. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir út í framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni en þau voru flest á því að það væri ekki aðkallandi vandamál í dag. Brýnni vandamál yrði að leysa fyrst. Samvinna eftir kosningar Að lokum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í mögulega samvinnu að loknum kosningum. Hanna Birna sagði að mjög vel hafi gengið í Reykjavíkurborg og að staðan sé örugg og góð og að fólki líði vel í borginni. Að hennar mati hefur samstarf flokkanna gengið vel og sagðist hún treysta sér til þess að vinna með öllum flokkum. Dagur sagðist tilbúinn í samvinnu en að sú samvinna yrði að vera um eitthvað. Framundan væru lykilár í því verkefni að komast upp úr kreppunni og segir Dagur að Reykjavík eigi að vera í algjöru forystuverkefni í þeim efnum. Sóley sagði að samstarf yrði að snúast um málefni og að hennar sögn þarf að minna á að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi borið mesta ábyrgð á hruninu og því rugli sem verið hafi í Reykjavík á liðnu kjörtímabili. Þá sagði hún stefnuskrá sjálfstæðismanna vera þess eðlis að VG gætu ekki unnið með þeim. Einar sagði það skipta mestu máli að framsóknarmenn hafi lagt allt á borðið varðandi fjármálin í undanfara kosninganna og sagðist hann sakna þess að aðrir flokkar fylgi fordæmi þeirra í þeim efnum, heldur væru þeir sumir hverjir enn að bögglast með að gera upp kostnað við prófkjör fyrir síðustu kosningar. Hanna Birna fékk þá orðið á ný og sagði Sóley vera í gamalli pólitík, sæji allt svart eða hvítt. Hún ætti sér hinsvegar þann draum að allir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Jón Gnarr var að síðustu spurður um mögulega samstarfsflokka. Hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætli að hringja í á sunnudaginn kemur. Það ráðist á því hvað upp úr kössunum kemur. Hinsvegar sagðist hann til í að vinna með öllu góðu fólki sem sé til í að leggja hönd á plóg. Að síðustu sagðist hann vilja gera athugasemd við orð Hönnu Birnu um að fólki líði vel í Reykjavík. Hann sagðist telja að fólki hafi þvert á móti liðið illa í borginni og verið hrætt. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og núverandi borgarstjóri sagði í þættinum að ljóst væri að gjaldskrár borgarinnar þurfi að taka mið af verðlagshækkunum í framtíðinni. Hún minnti á að gjaldskrár hafi ekkert hækkað síðustu ár og að tekin hafi verið ákvörðun um að hækka ekkert á þessu ári. Hún segist ekki sjá þörf fyrir hækkun á því næsta heldur en óhjákvæmilegt sé að á einhverjum tímapunkti þurfi gjaldskrárnar að taka mið af verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar ræddi um aðgerðaráætlun síns flokks í atvinnumálum sem miðar að því að flýta framkvæmdum, auka viðhaldsframkvæmdir og skapa fjölbreytt störf í borginni fyrir ungt fólk. Sóley Tómasdóttir oddviti VG vill leggja meiri áherslu á að framkvæma hugmyndir starfsfólks borgarinnar. Auk þess ber að leggja aukna áherslu á viðhaldsverkefni og sérstaka gangskör þarf að gera í aðgengismálum fatlaðra. Einar Skúlason, Framsóknarflokki vill leggja áherslu á íbúðalýðræði í borginni, hann vill ekki hækka skatta og fara af fullum krafti í atvinnumálin. Þar minntist hann sérstaklega á ferðaþjónustuna og sagði nauðsynlegt að gera Reykjavík að áfangastað fyrir ferðamenn en ekki stoppustöð þeirra sem séu á leið út á land. Þegar Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins var spurður út í áherslur í atvinnumálum minntist hann á hugmyndir síns flokks um að taka í notkun alþjóðlegt hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Einnig spurði hann hvort ekki væri mest um vert að styðja betur við þau fyrirtæki í borginni sem enn séu í rekstri. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir út í framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni en þau voru flest á því að það væri ekki aðkallandi vandamál í dag. Brýnni vandamál yrði að leysa fyrst. Samvinna eftir kosningar Að lokum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í mögulega samvinnu að loknum kosningum. Hanna Birna sagði að mjög vel hafi gengið í Reykjavíkurborg og að staðan sé örugg og góð og að fólki líði vel í borginni. Að hennar mati hefur samstarf flokkanna gengið vel og sagðist hún treysta sér til þess að vinna með öllum flokkum. Dagur sagðist tilbúinn í samvinnu en að sú samvinna yrði að vera um eitthvað. Framundan væru lykilár í því verkefni að komast upp úr kreppunni og segir Dagur að Reykjavík eigi að vera í algjöru forystuverkefni í þeim efnum. Sóley sagði að samstarf yrði að snúast um málefni og að hennar sögn þarf að minna á að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi borið mesta ábyrgð á hruninu og því rugli sem verið hafi í Reykjavík á liðnu kjörtímabili. Þá sagði hún stefnuskrá sjálfstæðismanna vera þess eðlis að VG gætu ekki unnið með þeim. Einar sagði það skipta mestu máli að framsóknarmenn hafi lagt allt á borðið varðandi fjármálin í undanfara kosninganna og sagðist hann sakna þess að aðrir flokkar fylgi fordæmi þeirra í þeim efnum, heldur væru þeir sumir hverjir enn að bögglast með að gera upp kostnað við prófkjör fyrir síðustu kosningar. Hanna Birna fékk þá orðið á ný og sagði Sóley vera í gamalli pólitík, sæji allt svart eða hvítt. Hún ætti sér hinsvegar þann draum að allir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Jón Gnarr var að síðustu spurður um mögulega samstarfsflokka. Hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætli að hringja í á sunnudaginn kemur. Það ráðist á því hvað upp úr kössunum kemur. Hinsvegar sagðist hann til í að vinna með öllu góðu fólki sem sé til í að leggja hönd á plóg. Að síðustu sagðist hann vilja gera athugasemd við orð Hönnu Birnu um að fólki líði vel í Reykjavík. Hann sagðist telja að fólki hafi þvert á móti liðið illa í borginni og verið hrætt.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira