Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa 10. nóvember 2010 03:00 Geir Jón Þórisson Flestir eru með myndavél í farsímanum og geta sent ábendingar á netfangið abending@lrh.is. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar Fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar
Fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira