Þrátt fyrir að vera tvíbrotinn á ökkla var Brett Favre á sínum stað í byrjunarliði Minnesota Vikings þegar liðið mætti New England Patriots í NFL-deildinni um helgina.
Þetta er 292. leikurinn í röð sem Favre spilar í byrjunarliði í deildakeppni NFL-deildarinnar sem er vitanlega met. Favre á því enn möguleika á að rjúfa 300 leikja múrinn.
Favre náði hins vegar ekki að klára leikinn þar sem hann fékk stóran skurð á kinn eftir að hann var tæklaður. Sauma þurfti tíu spor til að loka sárinu.
Minnesota tapaði leiknum, 28-18.
