Verkefni stjórnlagaþings Eyjólfur Ármannsson skrifar 26. nóvember 2010 13:32 Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun