Verkefni stjórnlagaþings Eyjólfur Ármannsson skrifar 26. nóvember 2010 13:32 Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar