Hraunið ekkert nálgast Þórsmörk í tvær vikur 9. apríl 2010 19:06 Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili.Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. Fyrstu gosdagana streymdi hraunið hratt niður Hrunagil og Hvannárgil og stefndi í að það næði niður á Krossáraura á innan við viku. Menn sáu fyrir sér að hraunrennsli gæti stíflað Krossá við Valahnjúk og lón jafnvel myndast á móts við Langadal og landslag þannig breytast í Þórsmörk.Með myndum sem flugvél Landhelgisgæslunnar tók í fyrradag hefur nú fengist gleggri mynd af hraunrennslinu inni í giljunum, sem við sýnum nú með tölvugrafík en rauði liturinn táknar nýjasta hraunið sem runnið hefur síðastliðna viku en guli liturinn er hraunið sem rann fyrstu tíu dagana. Að sögn Eyjólfs Magnússonar hjá Jarðfræðistofnun Háskólans hefur hraunið nánast ekkert komist nær Þórsmörk síðustu tvær vikur. Mikið hraun rennur þó niður í Hvannárgil en þar innst virðist það staflast upp. Aðstæður þar virðast vera þannig að gilið geti lengi tekið við nýju hrauni. Í Hrunagil rennur ekkert hraun lengur eftir að gos hætti í fyrsta gígnum.Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að hraunið eigi mikið verk fyrir höndum eigi það að komast niður á sléttlendið við Krossá. Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast sléttlendið í Þórsmörk undanfarnar tvær vikur. Þess í stað hleðst það upp innst í Hvannárgili.Hraunrennslið úr gígunum er að meðaltali fimmtán rúmmetrar á hverri sekúndu, að mati jarðvísindamanna Háskóla Íslands, eða sem samsvarar þrjátíu til fjörutíu tonnum á sekúndu. Fyrstu gosdagana streymdi hraunið hratt niður Hrunagil og Hvannárgil og stefndi í að það næði niður á Krossáraura á innan við viku. Menn sáu fyrir sér að hraunrennsli gæti stíflað Krossá við Valahnjúk og lón jafnvel myndast á móts við Langadal og landslag þannig breytast í Þórsmörk.Með myndum sem flugvél Landhelgisgæslunnar tók í fyrradag hefur nú fengist gleggri mynd af hraunrennslinu inni í giljunum, sem við sýnum nú með tölvugrafík en rauði liturinn táknar nýjasta hraunið sem runnið hefur síðastliðna viku en guli liturinn er hraunið sem rann fyrstu tíu dagana. Að sögn Eyjólfs Magnússonar hjá Jarðfræðistofnun Háskólans hefur hraunið nánast ekkert komist nær Þórsmörk síðustu tvær vikur. Mikið hraun rennur þó niður í Hvannárgil en þar innst virðist það staflast upp. Aðstæður þar virðast vera þannig að gilið geti lengi tekið við nýju hrauni. Í Hrunagil rennur ekkert hraun lengur eftir að gos hætti í fyrsta gígnum.Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að hraunið eigi mikið verk fyrir höndum eigi það að komast niður á sléttlendið við Krossá.
Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira