Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Elvar Geir Magnússon skrifar 16. mars 2010 18:15 Berglind Þorvaldsdóttir tekur þátt í verkefni með U19 landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. „Við eigum síðan leikmenn inni sem hafa verið í meiðslum. Það eru leikmenn sem gætu komið inn seinna á árinu eins og Harpa Þorsteinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir. Svo geta leikmenn nýst okkur sem eru nálægt hóp í dag. Til dæmis Kristín Ýr Bjarnadóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir," segir Sigurður. Berglind Þorvaldsdóttir er ekki með A-landsliðinu þar sem Sigurður taldi betra fyrir hana að leika með U19-landsliðinu sem er að fara að keppa í milliriðli fyrir EM en riðillinn verður leikinn í Rússlandi. „Ég skildi Berglindi Þorvaldsdóttur eftir hjá U19-landsliðinu en ég hefði valið hana ef það hefði ekki verið þessi árekstur við verkefni hjá U19. Ég tel mikilvægara að hún spili þrjá heila leiki þar frekar en að hún sé ef til vill að koma inn í einhverjar mínútur hjá A-landsliðinu." „Hún stóð sig mjög vel á Algarve og er framtíðarsóknarmaður hjá okkur. U19-landsliðið okkar núna er geysilega efnilegt. Það eru margir leikmenn þar sem banka á dyrnar á næstu mánuðum og árum. Það er erfiðara og erfiðara að velja landsliðið." Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir koma inn í hópinn hjá A-landsliðinu frá síðasta leik í undankeppni HM. Þessar ungu stelpur leika með Val og segir Sigurður þá spennandi framtíðarleikmenn. „Dagný var að spila um helgina gegn Þór/KA og ég sá þann leik. Mér fannst hún besti maðurinn á vellinum. Hún var í byrjunarliðinu gegn Portúgal og Bandaríkjunum á Algarve og stóð sig mjög. Hún er gríðarlegt efni, er í mjög góðu formi og hleypur mjög mikið. Hún er stór og sterk og hefur margt að bera. Ég lít á hana sem sóknar-tengilið þó hún geti leyst fleiri stöður," segir Sigurður. „Thelma er vinstri bakvörður sem nýtist mjög vel fram á við en á eftir að taka út meiri líkamlegan styrk og þroska. Hún er með mjög góðan vinstri fót og góðar sendingar. Hún fylgir vel með fram og spilar vel úr vörninni. Hún mætti reyndar bæta varnarleik sinn að einhverju leyti en er efnileg og spennandi leikmaður fyrir okkur að hafa." Sigurður Ragnar tjáir sig meira um komandi leiki í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira