Ráðning skrifstofustjóra á gráu svæði - Fréttaskýring 19. október 2010 05:30 Skyldur Breytingar á starfi skrifstofustjóra borgarstjóra vekja að mati minnihlutans spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum.Fréttablaðið/GVA Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hefði meirihlutinn í borginni átt að auglýsa starf skrifstofustjóra borgarstjóra laust til umsóknar þegar starfinu var breytt verulega? Skipulagsbreytingar sem gerðar voru hjá Reykjavíkurborg nýverið eru fráleitt óumdeildar. Í þeim fólst að hlutverk skrifstofustjóra borgarstjóra breyttist umtalsvert, og varð að nokkurskonar staðgengli borgarstjóra. Þrátt fyrir að verulegar breytingar hafi verið gerðar á starfssviði skrifstofustjórans ákvað meirihlutinn að auglýsa starfið ekki laust til umsóknar. Þetta gagnrýndu borgarfulltrúar minnihlutans harðlega. Þeir telja að hér sé raunvörulega um að ræða nýtt starf sem búið sé til, og þar með að eðlilegt væri að auglýsa það laust til umsóknar. Því hafa borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar mótmælt. Þeir segja að með þessu sé skrifstofustjóranum tímabundið falið það verkstjórnarhlutverk fyrir hönd borgarstjóra sem borgarritari fór áður með. Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir að almennt auglýsi sveitarfélög stöður sem losni, séu þær ekki beinlínis pólitískar í eðli sínu, eins og gildi um pólitíska aðstoðarmenn. Það sé þó ekki vegna kvaða í lögum, eins og gildir um ríkið, heldur vegna ákvæða í kjarasamningum og samþykktum sveitarfélaga um að auglýsa skuli laus störf. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort breytingar á starfi leiða af sér að Reykjavíkurborg eigi að auglýsa starfið laust til umsóknar, segir Trausti. „Almennt má segja að það má ganga töluvert langt í skiplulagsbreytingum, og í því að færa menn milli starfa hjá sama stjórnvaldi," segir Trausti. Hann segir þó varasamt þegar slíkar breytingar séu gerðar til málamynda, til að komast hjá því að auglýsa störfin. „Ef starfi er breytt mikið er í raun verið að búa til nýtt starf, og þar með fara framhjá auglýsingaskyldunni," segir Trausti. Engin bein regla sé um þetta hjá sveitarfélögum, og í málum af þessu tagi sé því alltaf grátt svæði. Hann tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfi skrifstofustjórans hjá borginni. Því vildi hann ekki tjá sig um hvort þær breytingar séu svo viðamiklar að auglýsa þurfi starfið. Það er þó ekki aðeins starf skrifstofustjóra borgarstjóra sem tekið hefur breytingum. Óumdeilanlega hefur starf Jóns Gnarr borgarstjóra einnig breyst verulega, þar sem skrifstofustjórinn kemur inn á milli borgarstjóra og yfirmanna hjá sviðum borgarinnar á skipuritinu. Minnihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefur bent á þetta. Þeir hafa sagt þessar breytingar vekja upp spurningar um hvort borgarstjóri sé að víkja sér undan starfsskyldum sínum. Því hafa fulltrúar meirihlutans hafnað. Þó óljóst sé hvort auglýsa hafi átt starf skrifstofustjórans eru væntanlega allir sammála um að ekki þurfi að auglýsa starf borgarstjórans laust til umsóknar þrátt fyrir breytingar sem verða á starfi hans með breyttu hlutverki skrifstofustjórans. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira