Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss 30. mars 2010 12:03 Eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Mynd/ Anton. Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi.Eldgosið hófst laust fyrir miðnætti laugardagskvöldið 20. mars og það vakti athygli að hvorki Veðurstofan né Almannavarnir virtust hafa hugmynd um hvað væri að gerast fyrr en íbúi í Múlakoti í Fljótshlíð tilkynnti um eldbjarma yfir Eyjafjallajökli, en þá er talið að gosið hafi verið búið að standa yfir í um hálftíma.Veðurstofan virðist þó hafa haft enhverjar meiri vísbendingar um aðdraganda gossins því að í greinagerð, sem nú hefur verið birt á heimasíðu Veðurstofunnar, er upplýst að þá um morguninn, um hálfum sólarhring fyrir upphaf gossins, hafi Veðurstofan tilkynnt Almannavörnum um verulega grynnri skjálftavirkni.Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, var spurður hvort ekki hafi verið ástæða til að senda þá út tilkynningu til almennings. Víðir segir að almannavarnir hafi ekki talið ástæðu til þess. Þá hafi svokallað óvissustig búið að vera í gildi um talsverðan tíma, en það sé fyrsta viðbúnaðarstig. Ef grípa hefði átt til frekari aðgerða hefði rýming verið næsta skrefið.„Okkur fannst að það væru ekki nógu sterkar líkur til þess að gos væri að hefjast þarna um hádegið á laugardeginum til þess að við vildum rýma allt svæðið," segir Víðir.Spurður hvort ekki hefði verið ástæða til að láta almenning vita í gegnum fjölmiðla svarar Víðir að stöðugt hefði verið látið vita af því, með reglulegum tilkynningum, að þarna væri óvissustig. Fólk hafi verið mjög upplýst og íbúafundir hafi verið á svæðinu dagana á undan, á miðvikudegi og fimmtudegi, þannig að fólk hafi verið mjög vel upplýst um hvað þarna væri á seyði. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi.Eldgosið hófst laust fyrir miðnætti laugardagskvöldið 20. mars og það vakti athygli að hvorki Veðurstofan né Almannavarnir virtust hafa hugmynd um hvað væri að gerast fyrr en íbúi í Múlakoti í Fljótshlíð tilkynnti um eldbjarma yfir Eyjafjallajökli, en þá er talið að gosið hafi verið búið að standa yfir í um hálftíma.Veðurstofan virðist þó hafa haft enhverjar meiri vísbendingar um aðdraganda gossins því að í greinagerð, sem nú hefur verið birt á heimasíðu Veðurstofunnar, er upplýst að þá um morguninn, um hálfum sólarhring fyrir upphaf gossins, hafi Veðurstofan tilkynnt Almannavörnum um verulega grynnri skjálftavirkni.Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, var spurður hvort ekki hafi verið ástæða til að senda þá út tilkynningu til almennings. Víðir segir að almannavarnir hafi ekki talið ástæðu til þess. Þá hafi svokallað óvissustig búið að vera í gildi um talsverðan tíma, en það sé fyrsta viðbúnaðarstig. Ef grípa hefði átt til frekari aðgerða hefði rýming verið næsta skrefið.„Okkur fannst að það væru ekki nógu sterkar líkur til þess að gos væri að hefjast þarna um hádegið á laugardeginum til þess að við vildum rýma allt svæðið," segir Víðir.Spurður hvort ekki hefði verið ástæða til að láta almenning vita í gegnum fjölmiðla svarar Víðir að stöðugt hefði verið látið vita af því, með reglulegum tilkynningum, að þarna væri óvissustig. Fólk hafi verið mjög upplýst og íbúafundir hafi verið á svæðinu dagana á undan, á miðvikudegi og fimmtudegi, þannig að fólk hafi verið mjög vel upplýst um hvað þarna væri á seyði.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira