Grunnskólabörn með rykgrímur 23. apríl 2010 18:37 Grunnskólabörn á Hvolsvelli þurfa að bera rykgrímur til að verja sig fyrir öskunni úr Eyjafjallajökli sem nú er tekin að fara yfir þéttari byggðir. Almannavarnir vara foreldra og skólayfirvöld við því að leyfa börnum að vera úti að leik á meðan öskufall er. Aska féll innst í Fljótshlíð í nótt og í morgun og þótt ekki sé farið að gæta hennar á Hvolsvelli og annar staðar í nágrenni eldstöðvanna er ekki talið óhætt að börn séu úti óvarin. Almannavarnir beindu þeim tilælum til stjórnenda í Hvolsskóla að börn yrðu innandyra í dag. Færu þau út fyrir hússins dyr ættu þau að bera rykgrímur. Aska er frábrugðin venjulegu ryki. Hún er kristölluð og hvöss sem leiðir til þess að hún rispar og sverfur það sem hún fellur á. Á síðu Umhverfisstofunnar má finna leiðbeiningar um viðbúnað á meðan hætta er vegna öskufalls. Þar kemur meðal annars fram að "Langtímaáhrif „nýrrar" gosösku á heilsufar manna eru lítt þekkt. Með tilliti til smárra agna í þeirri gosösku sem þegar hefur myndast er mikilvægt að forðast að anda henni að sér." Börnin í Hvolsskóla þurftu því að sitja inni í dag. Þau segja ýmsa kosti við gosið, vinir úr sveitum fái oftar að gista nú þar sem rýmingar hafa verið á svæðinu þegar hætta steðjar að. Það sé fremur skemmtilegt og spennandi. Þau vona þó að látunum fari að linna enda séu börnin úr sveitinni, sérstaklega undan Eyjafjöllum orðin langþreytt á ástandinu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Grunnskólabörn á Hvolsvelli þurfa að bera rykgrímur til að verja sig fyrir öskunni úr Eyjafjallajökli sem nú er tekin að fara yfir þéttari byggðir. Almannavarnir vara foreldra og skólayfirvöld við því að leyfa börnum að vera úti að leik á meðan öskufall er. Aska féll innst í Fljótshlíð í nótt og í morgun og þótt ekki sé farið að gæta hennar á Hvolsvelli og annar staðar í nágrenni eldstöðvanna er ekki talið óhætt að börn séu úti óvarin. Almannavarnir beindu þeim tilælum til stjórnenda í Hvolsskóla að börn yrðu innandyra í dag. Færu þau út fyrir hússins dyr ættu þau að bera rykgrímur. Aska er frábrugðin venjulegu ryki. Hún er kristölluð og hvöss sem leiðir til þess að hún rispar og sverfur það sem hún fellur á. Á síðu Umhverfisstofunnar má finna leiðbeiningar um viðbúnað á meðan hætta er vegna öskufalls. Þar kemur meðal annars fram að "Langtímaáhrif „nýrrar" gosösku á heilsufar manna eru lítt þekkt. Með tilliti til smárra agna í þeirri gosösku sem þegar hefur myndast er mikilvægt að forðast að anda henni að sér." Börnin í Hvolsskóla þurftu því að sitja inni í dag. Þau segja ýmsa kosti við gosið, vinir úr sveitum fái oftar að gista nú þar sem rýmingar hafa verið á svæðinu þegar hætta steðjar að. Það sé fremur skemmtilegt og spennandi. Þau vona þó að látunum fari að linna enda séu börnin úr sveitinni, sérstaklega undan Eyjafjöllum orðin langþreytt á ástandinu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira