Íslenski boltinn

Fögnuður Íslendinga á Laugardalsvelli drífur okkur áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar
Godwillie í leik gegn Þjóðverjum.
Godwillie í leik gegn Þjóðverjum.

David Goodwillie, leikmaður skoska U-21 landsliðsins, segir að fögnuður íslensku leikmannanna eftir 2-1 sigur þess á Skotum á Laugardalsvelli á fimmtudaginn hafi hvetjandi áhrif á skosku leikmennina.

Liðin mætast öðru sinni í kvöld en sigurvegari rimmunnar kemst í úrslitakeppni EM í flokki U-21 landsliða. Ísland vann á fimmtudaginn, 2-1, fyrir framan rúmlega sjö þúsund áhorfendur.

"Þessari rimmu er langt í frá lokið. Við höfum heyrt að þeir voru ánægðir með að vera dregnir á móti okkur því þeir töldu okkur vera auðveldasta mögulega andstæðinginn," sagði Goodwillie.

"Ég held að þeir hafi komist að því í fyrri leiknum að það er ekki auðvelt að brjóta okkur á bak aftur og mér fannst fagnaðarlæti þeirra eftir leik vera yfirdrifin."

"Við munum gera okkar besta í kvöld og munum berjast til síðasta blóðdropa. Við skulum sjá hvernig þeim tekst að takast á við okkar sóknarleik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×