Lekinn reynist meiri 21. maí 2010 01:00 Olía brennd á Mexíkóflóa Óttast er að olían berist í auknum mæli inn á viðkvæm votlendi við strendur Mexíkóflóa.nordicphotos/AFP Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrirtækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þúsund tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísindamenn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíuborpalli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Mississippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira
Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Mark Proegler, talsmaður fyrirtækisins, segir að inn í olíurör sem sett var inn í opna olíuleiðslu um helgina streymi nú um fimm þúsund tunnur af olíu á dag. Þetta er einungis hluti af lekanum, en til þessa hefur fyrirtækið haldið því fram að heildarlekinn nemi fimm þúsund tunnum á dag. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd fyrir að treysta um of á upplýsingar frá BP. Ken Salazaar innanríkisráðherra sagði í gær að stjórnin muni nú láta eigin vísindamenn kanna lekamagnið. Reynt hefur verið að hamla útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum og með því að safna saman olíu og brenna hana undir eftirliti. Um helgina á að reyna að stöðva lekann með því að pumpa þungri leðju og síðan steinsteypu ofan á olíuleiðsluna á hafsbotni. Olía tók að streyma út í hafið eftir að sprenging varð í olíuborpalli fyrir mánuði. Ellefu manns fórust. Til þessa hefur að mestu tekist að koma í veg fyrir að olían berist á land, en nú í vikunni fannst nokkurt magn suðaustast í Louisiana. Bobby Jindal ríkisstjóri sagði að þetta væri aðeins útjaðar lekans, sem gæti valdið gríðarlegu tjóni í viðkvæmu lífríki votlendisins við ósa Mississippifljótsins. Þar eru fágætar dýra- og fuglategundir auk fjölskrúðugs sjávarlífs sem nú er stofnað í hættu. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Sjá meira