Maður misnotaði stúlkur í Reykjahlíð 16. september 2010 03:00 Kynntu niðurstöður - Vistheimilanefnd undir forystu Róberts Spanó kynnti niðurstöður annarrar áfangaskýrslu sinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Stefán Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent