Staðan í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Hamars í Iceland Express-deild kvenna er 1-1 eftir leik kvöldsins sem Keflavík vann, 77-70.
Keflavík á undan nánast allan leikinn og Hamar náði ekki að ógna sigri heimastúlkna undir lokin.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í rimmunni kemst í úrslitaeinvígið.
Keflavík-Hamar 77-70
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 21, Rannveig Randversdóttir 15, Kristi Smith 12, Bryndís Guðmundsdóttir 9, Svava Ósk Stefánsdóttir 7, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Halldóra Andrésdóttir 2.
Stig Hamars: Julia Demirer 16, Koren Schram 15, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Sigrún Ámundadóttir 8, Fanney Guðmundsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5.