Kostnaður við landsdóm 113 milljónir 19. nóvember 2010 13:35 Geir Haarde var eini ráðherrann úr hrunstjórninni svokölluðu sem Alþingi ákvað að draga fyrir landsdóm. Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma. „Miðað er við að launakjör dómara verði þau sömu og hæstaréttardómara," segir ennfremur. „Laun fimmtán dómara í fjóra mánuði vega þá langþyngst í þessari áætlun. Að auki er gert ráð fyrir öðrum starfsmönnum í sex mánuði, lögfræðingi, einum skrifstofumanni, dómverði og ritara í hálft starf." Þá er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir þeim viðbótarkostnaði sem fellur á Hæstarétt, við það að fimm dómarar við réttinn, sitja jafnfram í Landsdómi. Húsaleiga tekur mið að væntanlegum samningi um leigu á sal í Þjóðmenningarhúsinu í fjóra mánuði. „Heildaráætlun nemur þá rúmum 113 m.kr.,en ítrekað skal að óvissan í áætluninni er mun meiri heldur en almennt er um rekstraráætlanir stofnana," segir einnig. Ef líkur verða til þess að útgjöldin víkki verulega frá áætluninni mun ráðuneytið upplýsa fjármálaráðuneytið og Alþingi um það. Í minnisblaðinu er að lokum lagt til að ríkisstjórnin samþykki að leggja til breytingu á frumvarpi til fjárlaga, þannig að áætlað sé fyrir útgjöldunum. Landsdómur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma. „Miðað er við að launakjör dómara verði þau sömu og hæstaréttardómara," segir ennfremur. „Laun fimmtán dómara í fjóra mánuði vega þá langþyngst í þessari áætlun. Að auki er gert ráð fyrir öðrum starfsmönnum í sex mánuði, lögfræðingi, einum skrifstofumanni, dómverði og ritara í hálft starf." Þá er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir þeim viðbótarkostnaði sem fellur á Hæstarétt, við það að fimm dómarar við réttinn, sitja jafnfram í Landsdómi. Húsaleiga tekur mið að væntanlegum samningi um leigu á sal í Þjóðmenningarhúsinu í fjóra mánuði. „Heildaráætlun nemur þá rúmum 113 m.kr.,en ítrekað skal að óvissan í áætluninni er mun meiri heldur en almennt er um rekstraráætlanir stofnana," segir einnig. Ef líkur verða til þess að útgjöldin víkki verulega frá áætluninni mun ráðuneytið upplýsa fjármálaráðuneytið og Alþingi um það. Í minnisblaðinu er að lokum lagt til að ríkisstjórnin samþykki að leggja til breytingu á frumvarpi til fjárlaga, þannig að áætlað sé fyrir útgjöldunum.
Landsdómur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent