Breiðablik og Motherwell mætast í seinni leik sínum í undankeppni Evrópudeildar karla á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn en Blikar eiga ágæta möguleika á að komast áfram í 3. umferð eftir naumt 0-1 tap í fyrri leiknum í Skotlandi.
Fyrir þá sem komast ekki á leikinn sem hest klukkan 19.15 á fimmtudaginn þá verður leikurinn sendur út í beinni útsendingu í samstarfi við Sporttv á vefslóðinni www.livefromIceland.com.
Útsendingin er þó ekki alveg ókeypis eins og vanalega með útsendingar Sporttv því aðgangur kostar 1.500 krónur og þarf að greiða með kreditkorti. Greiðsluupplýsingar eru inni á síðunni sem er í uppsetningu núna en verður tilbúin tímanlega fyrir leikinn.
Hægt að horfa á leik Blika og Motherwell á netinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
