Fótbolti

Ungmennalandsliðið hefur skorað mest allra í undankeppninni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Strákarnir fagna einu marka sinna gegn Þjóðverjum í dag.
Strákarnir fagna einu marka sinna gegn Þjóðverjum í dag. Fréttablaðið/Anton
Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu hefur skorað flest mörk allra í undankeppni EM í knattspyrnu, 28 talsins.

Það gera fjögur mörk að meðaltali í leik hjá strákunum sem er frábær árangur.

Þjóðverjar, sem Ísland burstaði 4-1 í dag, koma næstir með 22 mörk og 3,67 að meðaltali í leik.

Rússar hafa einnig skorað 22 en 3,75 að meðaltali í leik.

Markaskorun skiptist jafn á milli leikmanna. Jóhann Berg Guðmundsson er markahæstur með fimm mörk en Alfreð Finnbogason hefur skorað fjögur líkt og Rúrik Gíslason.

Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað þrjú mörk eins og Bjarni Þór Viðarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×