Laus við kynþáttafordóma og reyndi að stilla til friðar 17. september 2010 10:31 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns. Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum var ekki viðstaddur þegar eignaspjöll voru framin á heimili feðganna og hann er blessunarlega laus við kynþáttafordóma. Þetta segir lögmaður Jóns, Sveinn Andri Sveinsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun undanafarinna daga sér undirritaður f.h. Jóns Hilmars Hallgrímssonar sig tilneyddan til þess að koma að athugasemdum vegna sérlega óvandaðs fréttaflutnings í fjölmiðlum í tilefni af meintum kynþáttaofsóknum gegn Íslendingum af kúbverskum uppruna," segir Sveinn Andri. Hann segir tildrög málsins vera erjur milli hópa ungmenna í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ungur frændi Jóns Hilmars var í öðrum hópnum og hafði samband við Jón þar sem honum stóð stuggur af þeim hópi ungmenna sem tekið hafði sér stöðu með hinum kúbverska dreng." Jón Hilmar Hallgrímsson.MYND/Fréttablaðið Sveinn segir að Jón hafi hringt í kúbverska piltinn til þess að freista þess að róa málin en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Í fjölmiðlum hefur tveimur staðhæfingum verið slegið fram sem staðreyndum; annars vegar að umbj. minn hafi ráðist inn á heimili hinnar kúbversku fjölskyldu og framið þar eignaspjöll og hins vegar að hann hafi haft í hótunum við piltinn kúbverska," segir Sveinn Andri ennfremur. „Í tvö skipti voru framin eignaspjöll; í fyrra skiptið var á ferðinni hópur unglinga með golfkylfur og fleiri áhöld og brutu rúður í húsinu. Í síðara skiptið var útihurð brotin upp með slökkviliðstæki." Sveinn segir það liggja fyrir að Jón Hilmar hafi í hvorugt skiptið verið nálægt umræddu húsi og ljóst að umræddir aðilar hafi ekki verið á vegum Jóns eða að gera eitthvað að hans beiðni. „Jón Hilmar hefur aldrei haft í hótunum við hina kúbversku fjölskyldu, hvorki fyrr né síðar. Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar," segir Sveinn einnig og bætir því við að Jón sé „blessunarlega laus við fordóma í garð fólks af öðrum kynþætti eða þjóðerni og það síðasta sem hann myndi gera væri að kynda undir kynþáttaofsóknum." Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07 Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09 Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00 Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum var ekki viðstaddur þegar eignaspjöll voru framin á heimili feðganna og hann er blessunarlega laus við kynþáttafordóma. Þetta segir lögmaður Jóns, Sveinn Andri Sveinsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun undanafarinna daga sér undirritaður f.h. Jóns Hilmars Hallgrímssonar sig tilneyddan til þess að koma að athugasemdum vegna sérlega óvandaðs fréttaflutnings í fjölmiðlum í tilefni af meintum kynþáttaofsóknum gegn Íslendingum af kúbverskum uppruna," segir Sveinn Andri. Hann segir tildrög málsins vera erjur milli hópa ungmenna í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ungur frændi Jóns Hilmars var í öðrum hópnum og hafði samband við Jón þar sem honum stóð stuggur af þeim hópi ungmenna sem tekið hafði sér stöðu með hinum kúbverska dreng." Jón Hilmar Hallgrímsson.MYND/Fréttablaðið Sveinn segir að Jón hafi hringt í kúbverska piltinn til þess að freista þess að róa málin en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Í fjölmiðlum hefur tveimur staðhæfingum verið slegið fram sem staðreyndum; annars vegar að umbj. minn hafi ráðist inn á heimili hinnar kúbversku fjölskyldu og framið þar eignaspjöll og hins vegar að hann hafi haft í hótunum við piltinn kúbverska," segir Sveinn Andri ennfremur. „Í tvö skipti voru framin eignaspjöll; í fyrra skiptið var á ferðinni hópur unglinga með golfkylfur og fleiri áhöld og brutu rúður í húsinu. Í síðara skiptið var útihurð brotin upp með slökkviliðstæki." Sveinn segir það liggja fyrir að Jón Hilmar hafi í hvorugt skiptið verið nálægt umræddu húsi og ljóst að umræddir aðilar hafi ekki verið á vegum Jóns eða að gera eitthvað að hans beiðni. „Jón Hilmar hefur aldrei haft í hótunum við hina kúbversku fjölskyldu, hvorki fyrr né síðar. Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar," segir Sveinn einnig og bætir því við að Jón sé „blessunarlega laus við fordóma í garð fólks af öðrum kynþætti eða þjóðerni og það síðasta sem hann myndi gera væri að kynda undir kynþáttaofsóknum."
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07 Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09 Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00 Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07
Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17
Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00
Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13