Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti 1. október 2010 04:45 Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj Fréttir Landsdómur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj
Fréttir Landsdómur Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira