Sex landsdómsmenn hyggjast taka sæti 1. október 2010 04:45 Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj Fréttir Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sex af þeim átta aðalmönnum sem Alþingi kaus árið 2005 til setu í landsdómi hafa staðfest við Fréttablaðið að þeir sjái ekkert því til fyrirstöðu að taka sæti í dóminum, verði hann kallaður saman. Einn dómenda má ekki taka sæti sökum aldurs. Til stendur að dómurinn rétti í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég vonast til þess í lengstu lög að dómurinn verði ekki kallaður saman, en verði hann kallaður saman verður maður að taka ábyrgð," segir Sigrún Magnúsdóttir, ein áttmenninganna sem kosin var til setu í dóminum. Bæði verjendur og saksóknari í málum sem fara fyrir landsdóm geta krafist þess að dómendur víki sökum vanhæfis. Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar, sem sat í ríkisstjórn með Geir. Hún segist ekki sjá að það geri sig vanhæfa. Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einnig kjörin í dóminn. Hún á ekki von á öðru en að hún muni taka sæti í dóminum. Spurð um vanhæfi bendir hún á að kjörið hafi verið í landsdóm eftir flokkspólitískum línum, og fleiri en hún hafi pólitísk tengsl. „Ég er mjög fegin að þurfa ekki að takast á við þetta," segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, ein þeirra sem kosin var til setu í dóminum. Í lögum um dóminn kemur fram að dómendur megi ekki sitja séu þeir yngri en 30 ára eða eldri en 70 ára. Jóna varð 70 ára nokkrum mánuðum eftir að Alþingi kaus hana til setu í dóminum. Samkvæmt lista yfir varamenn í dóminum á Lára V. Júlíusdóttir lögmaður að taka sæti Jónu. Lára er settur ríkissaksóknari í máli nímenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Ekki náðist í Láru við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi. Ekki náðist í Hlöðver Kjartansson, einn þeirra sem kjörinn var í landsdóm.- bj
Fréttir Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira