Margir mánuðir í að Illugi snúi aftur á þing Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2010 18:48 Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Illugi Gunnarsson alþingismaður segist ekki vilja hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en það leiki ekki neinn vafi á hans störfum í þágu almennings. Margir mánuðir gætu verið í það því rannsókn sérstaks saksóknara á sjóðum Glitnis er á algjöru frumstigi. Hinn 20. febrúar 2007 var Illugi skipaður í stjórn Glitnis sjóða og var stjórnarmaður í Sjóði 9 hjá Glitni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram gagnrýni á fjárfestingar sjóðsins og þar segir að raunverulegar fjárfestingar hafi ekki verið í nokkru samræmi við auglýsta fjárfestingarstefnu. Í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis ákvað að vísa málum tengdum peningamarkaðssjóðunum til ríkissaksóknara sem vísaði málinu áfram til sérstaks saksóknara ákvað Illugi hinn 16. apríl síðastliðinn að taka sér leyfi frá þingstörfum á meðan rannsókn á málefnum sjóða Glitnis stæði yfir. Illugi var framsögumaður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun. Hann segir óvíst hvenær hann taki sæti á þingi og segist ekki hafa reynt að ýta á að rannsókn á sjóði 9 verði flýtt. Illugi, þú tókst þér leyfi frá þingstörfum, hver er staðan á þessari rannsókn? „Nú veit ég það ekki. Þetta var prinsipp ákvörðun hjá mér að þegar það var tekin ákvörðun að senda mál peningamarkaðssjóðanna allra, samkvæmt tillögu rannsóknarnefndar Alþingis, til sérstaks saksóknara til skoðunar þá taldi ég að það væri rétt að ég myndi víkja frá á meðan. Ég bíð eftir því og vona að það gangi sem hraðast. Ég vil auðvitað, og vænti þess, að það verði farið vel yfir þessi mál þannig að þetta liggi allt skýrt fyrir því ég vil ekki hefja stjórnmálaþátttöku að nýju fyrr en þessi mál eru öll frágengin þannig að það leiki enginn vafi á mínum störfum í þágu almennings," segir Illugi Gunnarsson. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara er rannsókn á málefnum peningamarkaðssjóðanna á frumstigi. Það gætu því verið margir mánuðir í að rannsókninni ljúki. Þá fengust þær upplýsingar að Illugi hefði ekki með neinum hætti reynt að hafa áhrif á hraða eða framvindu rannsóknarinnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent