Segja umferðarþunga rekast á náttúruvernd 1. október 2010 05:15 Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira