Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi 12. apríl 2010 12:54 Björn Ingi er farinn í tímabundið leyfi vegna umfjöllunar um hann í rannsóknarskýrslunni. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Í yfirlýsingu á Pressunni segir Björn Ingi meðal annars: „Nú þegar liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis fjallar sérstaklega um viðskipti eignarhaldsfélags okkar hjóna við gamla Kaupþing og vill að yfirvöld skoði þau nánar, tel ég rétt að taka mér tímabundið leyfi sem ritstjóri Pressunnar meðan ég vinn að því að hreinsa nafn mitt af áburði um að hafa þegið það sem kalla mætti óeðlilega fyrirgreiðslu." Björn Ingi segir að hið rétta í málinu sé að ekkert ólöglegt sé á ferðinni. „Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krónunni og þótt fyrirtæki í eigu mín og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambærilegra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni," segir Björn. Þá segist hann aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, „frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn." Björn segir að þau hjónin hafi tapað öllum sínum sparnaði í hruninu og gott betur. „Varla bendir það til þess að ég hafi vitað að bankarnir væru á leið í þrot?," segir Björn Ingi í yfirlýsingunni sem lýkur á eftirfarandi. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafn sannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni." Steingrímur Sævarr Ólafsson mun taka við ritstjórastarfinu um óákveðinn tíma. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Í yfirlýsingu á Pressunni segir Björn Ingi meðal annars: „Nú þegar liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis fjallar sérstaklega um viðskipti eignarhaldsfélags okkar hjóna við gamla Kaupþing og vill að yfirvöld skoði þau nánar, tel ég rétt að taka mér tímabundið leyfi sem ritstjóri Pressunnar meðan ég vinn að því að hreinsa nafn mitt af áburði um að hafa þegið það sem kalla mætti óeðlilega fyrirgreiðslu." Björn Ingi segir að hið rétta í málinu sé að ekkert ólöglegt sé á ferðinni. „Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krónunni og þótt fyrirtæki í eigu mín og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambærilegra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni," segir Björn. Þá segist hann aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, „frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn." Björn segir að þau hjónin hafi tapað öllum sínum sparnaði í hruninu og gott betur. „Varla bendir það til þess að ég hafi vitað að bankarnir væru á leið í þrot?," segir Björn Ingi í yfirlýsingunni sem lýkur á eftirfarandi. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafn sannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni." Steingrímur Sævarr Ólafsson mun taka við ritstjórastarfinu um óákveðinn tíma.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira