Verktakafyrirtækið Háfell átti lægsta tilboð, eða tæplega 179 milljónir króna, í seinni áfanga Suðurstrandavegar sem er um 41% af áætluðum kostnaði, 433 milljónum króna.
Tilboð voru opnuð í fyrradag og sóttust flest helstu verktakafyrirtæki landsins eftir að leggja þennan fimmtán kílómetra langa kafla sem liggur frá Ísólfsskála að Krýsuvíkurvegi.
Suðurstrandarvegur tengir saman Suðurland og Reykjanes.. Verklok eru áætluð haustið 2012.- þj