Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 16. apríl 2010 21:22 Ólafur Stefánsson var frábær með 10 mörk og 5 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira