Ferðaþjónusta og landbúnaður tvær aðalatvinnugreinarnar á Suðurlandi eru í uppnámi, vegna eldgossins undanfarnar fimm vikur. Sumstaðar hafa bókanir ferðamanna í sumar hrunið.
Þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum leit út fyrir að sumarið sem þá var framundan og nú gengið í garð yrði mesta ferðamannasumar Íslendinga fyrr og síðar. Litla gosið styrkti vonir manna um það enda aðgengi að því gott og áhugi mikill. En svo hófst gosið í toppi jökulsins. Því hefur fylgt mikið öskufall sem hefur valdið bændum miklum búsifjum.
Askan hefur ekki aðeins komið niður á þeim heldur líka fólkið í ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn hafa ekki komist til landsins vegna raskanna á flugi og íslenskir ferðalangar hafa breytt áætlunum sínum af ótta við að vera á svæðinu.
Þuríður Aradóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi á svæðinu, segir að í Fljótshlíðinni hafa mjög borðið á því að hætt hafi verið við að halda ættarmót á svæðinu og aðrar uppákomur. Oft séu ástæðurnar fyrir afbókununum byggðar á misskilningi.
Hún segir fólk almennt reyna að vera bjartsýnt en því sé ekki að neita að uggur sé í fólki vegna alls sem dunið hefur á svæðinu á undanförnu.
Miklar vonir séu bundnar við að jökullinn hafi hljóðnað.
Aðalatvinnugreinarnar í uppnámi
Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent