Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá U-21 landsleik Íslands og Noregs sem hefst klukkan 17.00.
Um vináttulandsleiki er að ræða en Ísland er nú að undirbúa sig fyrir undankeppni HM sem fer fram í Serbíu í byrjun janúar.
Liðin mætast þrívegis um helgina. Í dag og á morgun í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði en báðir leikir hefjast klukkan 17.00. Liðin mætast svo á Selfossi á þriðjudagskvöldið.
Útsendinguna má sjá hér.