Barátta sem skilaði árangri 20. ágúst 2010 03:00 raunverulegi Avatar-ættbálkurinn Þeir sem mótmæltu framkvæmdum Vedanta beittu meðal annars því bragði að líkja aðgerðum fyrirtækisins við innrásina sem sagt var frá í myndinni Avatar. Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum. Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum.
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira