Almenningi áfram bannað að nálgast eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2010 19:33 Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Eyjafjallajökull er enn að þenjast út og meðan svo er verður fólki áfram bannað að nálgast gosstöðvarnar, segir sýslumaður Rangæinga og yfirmaður almannavarna á svæðinu. Yfirvöld eru þó að skoða hvort unnt sé að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Það er magnað að standa nærri eldspúandi gígunum og ekki að efa að þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga hefðu áhuga á að komast þangað. Almannavarnir banna hins vegar umferð á þá staði þar sem best er að sjá eldgosið. Svæðið umhverfis eldsstöðina, í fimm kílómetra radíus, er lýst sem bannsvæði. Þá er umferð bönnuð bæði um Þórsmerkurveg og leiðina upp á Fimmvörðuháls. Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir það nú í skoðun hvernig unnt sé að bæta aðgengi almennings að svæðinu svo fólk geti séð gosið. Eins og staðan sé í dag sé Eyjafjallajökull enn að tútna út og meðan svo er telji menn það ekki gáfulegt að hleypa fólki upp á jökul og að eldstöðinni. Fréttamenn Stöðvar 2 upplifðu það í leiðangri í fyrradag hvernig Fimmvörðuháls breyttist á örskammri stundu í veðravíti. Spurningin er hvort skipulagðar skoðunarferðir, undir stjórn þaulvanra manna og með besta tækjabúnaði, gæti verið lausnin, til dæmis að björgunarsveitir byðu upp á þá þjónustu gegn gjaldi að flytja ferðamenn á svæðið. Kjartan sýslumaður segir almannavarnir ekki hafa velt því fyrir sér að selja aðgang að svæðinu, það sé ekki þeirra hlutverk að skipuleggja eitthvað slíkt. Það sé hins vegar ekki hlaupið að því að komast að þessu. Fimmvörðuháls sé mjög erfiður og þungur. „Við erum aðallega að athuga með aðgengi inn í Fljótshlíðina að menn sjái gosið þaðan. Þaðan sést ágætlega inn á gosstöðvarnar," segir Kjartan.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira