Einar K.: „Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd“ Höskuldur Kári Schram skrifar 29. september 2010 18:44 Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins. Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins.
Landsdómur Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira