Íslendingar færa Bretum ekkert annað en tóm leiðindi 17. apríl 2010 15:29 Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli. Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Íslendingar hafa eiginlega fært Bretum ekkert annað en tóm leiðindi að mati bresks blaðamanns. Við fórum í stríð við þá vegna þorsks, stálum sparifé þeirra og núna eru allar samgöngur lamaðar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er óhætt að fullyrða að íslenska þjóðin sé ekki efst á vinsældalista margra Breta, en það er sennilega gagnkvæmt eftir atburði bankahrunsins. Blaðamaðurinn Georgia Graham veltir upp spurningunni: Hvað hefur Ísland gert fyrir Bretland að undanförnu - í pistli í breska dagblaðinu The Telegraph. Íslendingar fóru í stríð við Breta vegna þorsks, þeir stálu peningum breskra sparifjáreigenda með Icesave-reikningunum og eyðilögðu næstum því knattspyrnufélagið West Ham. Þá stýra Íslendingar, eða réttara sagt þrotabú Landsbankans, leikfangaversluninni Hamley's sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna sem koma til Lundúna í þeim erindagjörðum að versla. Þá virðist það fara í taugarnar á Graham að nær ómögulegt sé að innleiða breska kurteisi í íslenska málið, því Íslendingar eigi ekkert orð fyrir enska orðið please. Flestir myndi sennilega telja Íslendingum það til tekna að hafa fært bresku þjóðinni Björk, Latabæ og fyrir það að hafa komið lopapeysunum í tísku, en Graham er ekki sammála því. Því hún virðist þeirrar skoðunar að lopapeysurnar séu ólögulegar og aðeins ellilífeyrisþegum sæmandi. Velta má fyrir sér hvort pistlahöfundurinn hjá Telegraph hafi farið öfugu megin fram úr rúminu áður en hún settist niður við lyklaborðið til að rita framangreint, en að sjálfsögðu verður ekki lagður dómur á það í þessum pistli.
Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira