Umfjöllun : Þrautseigar Blikastúlkur kláruðu KR-konur Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2010 23:34 Blikinn Harpa Þorsteinsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Breiðablik skaust í annað sæti í Pepsi-deildar kvenna eftir 0-1sigur á KR-ingum í Vesturbænum í kvöld. Jóna Kristín Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins fyrir Blika. Fyrir leiki kvöldsins voru bæði liðin með 6 stig eftir þrjár umferðir. KR-ingar töpuðu óvænt í síðustu umferð fyrir Grindavík en Blikar sigruðu Stjörnuna. Það var því mikið í húfi fyrir bæði lið ef þau ætluðu sér að halda í við toppliðin. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari KR-inga, gerði tvær breytingar á byrjunarliði heimamanna frá tapinu gegn Grindavík í síðustu umferð. Mist Edvardsdóttir og Berglind Bjarnadóttir voru komnar í byrjunarliðið í staðinn fyrir Elísabetu Ester Sævarsdóttur og Rut Bjarnadóttur . Þjálfari Blika , Jóhannes Karl Sigursteinsson, gerði einnig tvær breytingar á sínu liði frá því að liðið hafði betur gegn Stjörnunni í síðustu umferð, en Guðrún Erla Hilmarsdóttir og Hildur Sif Hauksdóttir komu inn í lið Blika fyrir þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Jónu Kristínu Hauksdóttur . Leikurinn í kvöld fór heldur rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn. Þegar líða tók á leikinn fóru Blikastúlkur að spila boltanum vel á milli sín og þar var fremst í flokki Sara Björk Gunnarsdóttir . Fyrsta færið leit dagsins ljós þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en þá slapp Harpa Þorsteinsdóttir , framherji , Blika ein í gegnum vörn KR-inga en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel vakandi í markinu og sá við henni. Nokkrum andartökum síðar átti landsliðsmaðurinn Sara Björk fínt skot að marki KR-inga en aftur var Íris Dögg vel á varðbergi fyrir KR-inga. Blikar réðu ferðinni það sem eftir lifði af fyrri hálfleik en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. Máttlausar skyndisóknir KR-inga virtust vera það eina sem þær höfðu upp á að bjóða. Ef það hefði ekki verið fyrir stórbrotinn fyrri hálfleik hjá markverði KR-inga , Írisi Dögg þá hefði staðan ekki verið 0-0 í hálfleik eins og raunin varð. Stelpurnar úr Vesturbæ komu vel stemmdar út í seinni hálfleikinn og allt annað var að sjá til liðsins til að byrja með. Lára Hafliðadóttir, leikmaður KR-inga, átti fínt skot að marki Blika í byrjun seinni hálfleiks, en Katherine Loomis varði vel í marki Breiðabliks. Nokkrum mínútum síðar fékk Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Blika, boltann inn í teig KR-inga og átti frábært skot sem endaði í þverslánni. Þegar leið á síðari hálfleikinn sóttu Blikar aftur í sig veðrið og sóttu án afláts það sem eftir var af leiknum . Um miðjan síðari hálfleik fékk Fanndís Friðriksdóttir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn KR-inga, þar var hún komin í dauðafæri en missti boltann klaufalega frá sér og marktækifærið rann út í sandinn. Það leit allt út fyrir að KR-ingar ætluðu að ná að halda markinu hreinu en eitthvað varð undan að láta. Undir lok leiksins eða á 82. mínútu fengu Blikar hornspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir spyrnti boltanum á fjarstöngina en þar var varamaðurinn Jóna Kristín Hauksdóttir mætt og náði að skora mark eftir mikið klafs inn í teig heimamanna. Þegar mark gestanna varð loksins að veruleika þá var enginn spurning um hvernig leikurinn myndi enda og Blikar réðu alfarið ferðinni síðustu mínúturnar. Virkilega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem eru komnar í annað sæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. KR-ingar verða aftur á móti að spýta heldur betur í lófana ef þær ætla ekki að missa af lestinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira