Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 16. febrúar 2010 16:16 Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar hófust í kvöld með tveimur hörkuleikjum þar sem Manchester United vann ótrúlegan 2-3 sigur gegn AC Milan og Lyon vann 1-0 sigur gegn Real Madrid. Stórleikur Wayne Rooney skyggði á þá staðreynd að David Beckham var að spila sinn fyrsta leik gegn United síðan hann yfirgaf herbúðir félagsins fyrir sjö árum. Rooney skoraði tvö skallamörk í síðari hálfleik sem lögðu grunninn að fyrsta sigri United gegn AC Milan á útivelli. Heimamenn í AC Milan fengu sannkallaða draumabyrjun gegn Manchester United á San Siro-leikvanginum þar sem Ronaldinho skoraði strax á 3. mínútu. Boltinn barst til Ronaldinho á fjærstönginni eftir klafs í teignum eftir aukaspyrnu David Beckham og skot Brasilíumannsins breytti um stefnu af varnarmanni United og fór þaðan í markið. AC Milan var nær því að bæta við öðru marki en United að jafna eftir það og leikmenn United voru sjálfum sér verstir þar sem þeir töpuðu boltanum trekk í trekk á eigin vallarhelming og heimamenn nýttu sér það til að skapa mikla hættu. Gegn gangi leiksins náði United hins vegar að jafna með marki Paul Scholes eftir sendingu frá Darren Fletcher. Scholes virtist feila á boltann en það sem mestu máli skipti var að boltann rúllaði í stöngina og inn og staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo enginn annar en Wayne Rooney sem kom United yfir með glæsilegu skallamarki eftir sendingu frá varamanninum Antonio Valencia um miðjan síðari hálfleik. Rooney var aftur á ferðinni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks þegar hann skoraði aftur með skalla, eftir sendingu frá Fletcher. Varamaðurinn Clarence Seedorf hleypti spennu í leikinn á lokakaflanum með glæsilegu marki með hælnum á 85. mínútu en þrátt fyrir ágæt færi náðu heimamenn ekki að jafna og niðurstaðan sem segir 2-3 sigur United. Michael Carrick fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma og verður hann því í banni þegar liðin mætast að nýju á Old Trafford-leikvanginum. Leikur Lyon og Real Madrid var gríðarlega jafn og liðin skiptust á að sækja framan af leik. Heimamenn komust þó næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot Cesar Delgado fór í stöng en staðan var 0-0 í hálfleik. Heimamenn tóku hins vegar forystu snemma í síðari hálfleiknum þegar Jean Makoun skoraði úr langskoti og reyndist það vera sigurmark leiksins. Real Madrid var langt frá sínu besta en seinni leikir liðanna sem öttu kappi í kvöld fara fram 10. mars.Úrslit kvöldsins:AC Milan-Manchester United 2-3 1-0 Ronaldinho (3.), 1-1 Paul Scholes (36.), 1-2 Wayne Rooney (66.), 1-3 Wayne Rooney (74.), 2-3 Clarence Seedorf (85.).Lyon-Real Madrid 1-0 1-0 Jean Makoun (47.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Sjá meira