Kristi Smith: Búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 13:00 Kristi Smith. Mynd/Stefán Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
Kristi Smith er bandarískur leikstjórnandi Keflavíkurliðsins sem mætir Haukum í úrslitaleik Subwaybikars kvenna í Laugardalshöllinni klukkan 14.00 í dag. Kristi Smith hefur staðið sig vel í vetur og á mikinn þátt í bættu gengi liðsins. „Það hefur verið að byggjast upp spenna fyrir þessum leik í nokkurn tíma og það verður gaman að komast loksins út á völlinn og fara að spila," segir Kristi en Keflavíkurliðið hefur unnið 13 af 16 leikjum síðan hún kom til liðsins. „Ég var ekki með í byrjun tímabilsins en vissi að liðið byrjaði ekki vel. Það tilheyrir bara fortíðinni og við erum að spila vel sem lið þessa dagana. Vonandi getur það skilað sér inn í leikinn á laugardaginn," segir Kristi. Kristi Smith hefur spilað einstaklega vel eftir áramót þar sem hún hefur skorað 22,9 stig að meðaltali í leik. „Við erum að spila mjög vel saman og það er allt að smella hjá okkur. Við erum að lesa hverja aðra og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur síðustu vikur. Það eru allar á fullu og það er því mjög skemmtilegt að spila með þessum stelpum," segir Kristi og bætir við: „Við erum ekki eigingjarnar og erum alltaf tilbúnir að gefa boltann á leikmann sem er í betra færi. Við njótum þess að spila saman og ég held að það sjáist alveg á liðinu hvað okkur finnst gaman," segir Kristi. Kristi Smith var með 28 stig þegar Keflavík vann 20 stiga sigur á Haukum, 85-65, í síðasta innbyrðisleik liðanna. „Síðasti leikur á móti þeim var bara síðasti leikur. Ég er viss um að þær eru búnar að vinna vel í sínum málum og ætla að prófa eitthvað nýtt á móti okkur í Höllinni. Við erum líka að koma með nýja hluti inn í okkar leik þannig að þetta verður bara nýr leikur og það má alls ekki líta framhjá því að þær eru með gott lið," segir Kristi. Keflavíkurkonur töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra og einnig fyrir þremur árum. Liðið vann bikarinn síðast árið 2004 en þá var ekki keppt um annan bikar en þann sem spilað er um á morgun. „Þær sögðu mér að þær hafa aldrei unnið þennan bikar og það ætti bara að hvetja okkur enn frekar til að vinna þennan leik," segir Kristi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira