Freyr: Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 16:45 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals. Mynd/Stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira