Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna innbrota 30. nóvember 2010 04:30 sumarbústaðir Mörg sumarbústaðahverfi hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum. Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. Mikil innbrotahrina í sumarbústaði á Suðurlandi hefur riðið yfir á síðustu mánuðum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu bauð lögreglunni á Selfossi samstarf embættanna í að stöðva innbrotin. Snemma á föstudagsmorgun þegar lögreglumenn voru í eftirlitsferð urðu þeir varir við kyrrstæða bifreið á Búrfellsvegi í Grímsnesi. Bifreiðinni var ekið af stað og lögreglumenn fylgdu henni eftir. Skömmu síðar sást að hlutum var kastað út úr bifreiðinni. Þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð kom í ljós að í henni voru tveir ungir menn. Annar þeirra, maður um tvítugt, var þekktur af fjölda innbrota í Árnessýslu síðastliðið vor, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Mennirnir höfðu losað sig við flatskjá og fleira eftir að eftirförin hófst. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Selfossi og færðir í fangageymslu. Þeir höfðu um nóttina brotist í fjóra bústaði við Álftavatn og Sogið. Annar mannanna játaði innbrotin en hinn, sem nú sætir síbrotagæslu, neitaði.- jss Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ungur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Hann hefur undanfarin misseri farið hamförum við innbrot í sumarbústaði og verið óstöðvandi þrátt fyrir að lögregla hafi margoft haft afskipti af honum. Mikil innbrotahrina í sumarbústaði á Suðurlandi hefur riðið yfir á síðustu mánuðum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu bauð lögreglunni á Selfossi samstarf embættanna í að stöðva innbrotin. Snemma á föstudagsmorgun þegar lögreglumenn voru í eftirlitsferð urðu þeir varir við kyrrstæða bifreið á Búrfellsvegi í Grímsnesi. Bifreiðinni var ekið af stað og lögreglumenn fylgdu henni eftir. Skömmu síðar sást að hlutum var kastað út úr bifreiðinni. Þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð kom í ljós að í henni voru tveir ungir menn. Annar þeirra, maður um tvítugt, var þekktur af fjölda innbrota í Árnessýslu síðastliðið vor, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Mennirnir höfðu losað sig við flatskjá og fleira eftir að eftirförin hófst. Þeir voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Selfossi og færðir í fangageymslu. Þeir höfðu um nóttina brotist í fjóra bústaði við Álftavatn og Sogið. Annar mannanna játaði innbrotin en hinn, sem nú sætir síbrotagæslu, neitaði.- jss
Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira