Stjórnvöld geirnegli áætlun 30. nóvember 2010 06:00 Rætt um sáttmálann hinn fyrri Frá fundahöldum launþega og atvinnurekenda í aðdraganda stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í júní í fyrra. Guðmundur Gunnarsson er til vinstri en við hlið hans situr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stendur fyrir aftan þá. fréttablaðið/anton Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira