Svandís Svavarsdóttir: Í þágu náttúru og komandi kynslóða Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. maí 2010 06:00 Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti. Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags. Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu. Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti. Sagan hefur kennt okkur að það er sennilega aldrei mikilvægara en á samdráttartímum að huga vel að umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum og standa vörð um þær auðlindir sem við höfum fengið að láni hjá komandi kynslóðum. Umræðan um aukinn hagvöxt snýr nær undantekningarlaust að náttúruauðlindum eins og vatni, fiski, orku, loftgæðum o.s.frv. Nýting þessara auðlinda verður að vera á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg áhrif eru metin að jöfnu. Við þekkjum afleiðinguna af því að horfa eingöngu á efnahagslegu áhrifin af nýtingu auðlinda og þeirri leið sem farin hefur verið til að halda uppi hagvexti. Sú aðferðafræði hefur ekki verið farsæl fyrir þjóðina og hún hefur sýnt okkur að við þurfum fleiri mælikvarða en hagvöxt til að mæla heilbrigði samfélags. Á þessu fyrsta starfsári mínu sem umhverfisráðherra hef ég lagt áherslu á að staða náttúruverndar innan stjórnarráðsins verði styrkt. Hafin eru fjölmörg verkefni til að styrkja stöðu náttúrunnar og ber þar hæst víðtæk endurskoðun á lagaumhverfi náttúruverndar. Þá hef ég einnig lagt sérstaka áherslu á líffræðilega fjölbreytni, endurheimt votlendis, framkvæmd náttúruverndaráætlunar, loftslagsmarkmið og að flýta innleiðingu Árósasamningsins. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau mörgu verkefni sem nú er unnið að í umhverfisráðuneytinu. Það er eðli embættis umhverfisráðherra að tala máli náttúrunnar og tryggja að hún fái notið vafans við ákvarðanatöku. Ég hef forðast að láta undan þrýstingi hagsmunaaðila, staldrað við, spurt spurninga og aflað frekari gagna með það að leiðarljósi að verja hagsmuni heildarinnar, komandi kynslóða og náttúrunnar. Verkefni í þágu umhverfis- og náttúruverndar eru málefni hvers dags, unnin í þágu framtíðar og komandi kynslóða. Möguleikar barnanna okkar og barnabarna velta á því að málaflokknum sé sinnt af kostgæfni og alvöru.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar