Þau undur og stórmerki áttu sér stað í Iceland Express-deild kvenna í kvöld að KR tapaði. Það hefur ekki gerst áður í vetur.
Eftir að hafa leikið fjórtán leiki í röð í deildinni án þess að tapa kom að því. Það var Keflavík sem varð fyrst allra liða til að leggja KR í deildinni og það í Vesturbænum.
Grindavík vann síðan uppgjör liðanna í öðru og þriðja sæti. Sigurinn dugði samt ekki til þess að ná KR sem er enn langefst.
Úrslit kvöldsins:
KR-Keflavík 64-68
Stig KR: Signý Hermannsdóttir 22 (16 frák.), Margrét Kara Sturludóttir 14, Unnur Tara Jónsdóttir 12, Jenny Pfeiffer-Finora 7, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Hildur Sigurðardóttir 2, Jóhanna Sveinsdóttir 1.
Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 19, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Kristi Smith 16, Rannveig Randversdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 4, Hrönn ÞOrgrímsdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 1.
Grindavík-Hamar 85-74
Stig Grindavíkur: Michele DeVault 24, Petrúnella Skúladóttir 21, Joanna Skiba 16, Íris Sverrisdóttir 10, Helga Hallgrímsdóttir 6, Berglind Magnúsdóttir 5, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3.
Stig Hamars: Koren Schram 21, Julia Demirer 17, Sigrún Ámundadóttir 12, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 7.
Haukar-Valur 70-64
Stig Hauka: Heather Ezell 22, Ragna Brynjarsdóttir 13, Kiki Jean Lund 12, Telma Björk Fjalarsdóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 8, Helena Hólm 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2.
Stig Vals: Dranadia Roc 34, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Ösp Jóhannsdóttir 6, Sigríður Viggósdóttir 6, Berglind Ingvarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 4, Birna Eiríksdóttir 2.